Höfundar
Efni þessa vefs byggir á ritinu Námur - Efnistaka og frágangur sem gefið var út árið 2002. Efni ritsins hefur þó verið endurskoðað og uppfært m.a. með tilliti til breytinga á lagaumhverfi og stofnunum og til uppsetningar á vefnum. Eftirtaldir aðilar eru höfundar efnis sem er að finna á vefnum.
Verkefnishópur (ritstjórn)
Umhverfisstofnun, Vegagerðin og Landsvirkjun skipuðu verkefnishóp til að halda utan um endurskoðun ritsins Námur - Efnistaka og frágangur og stjórn verkefnisins. Í verkefnishópnum eru: Gunnar Bjarnason, Erla Dóra Vogler og Páll Valdimar Kolka Jónsson, Vegagerðinni; Matthildur B. Stefánsdóttir, Orkufjarskiptum (áður hjá Vegagerðinni); Ragnheiður Ólafsdóttir og Axel Valur Birgisson, Landsvirkjun; Björn Stefánsson og Sigurrós Friðriksdóttir, Umhverfisstofnun. Sigurrós Friðriksdóttir var einnig starfsmaður við endurskoðun og uppsetningu vefsins. Magnea Magnúsdóttir hjá Orku náttúrunnar tók þátt í gerð kaflans um uppgræðslu og vistheimt. Pétur Pétursson, frá PP ráðgjöf, vann flæðirit og töflur fyrir vefinn.
Fyrri verkefnishópur
Í verkefnishóp vegna útgáfu ritsins Námur - Efnistaka og frágangur, sem út kom árið 2002 voru á sínum tíma eftirtaldir aðilar: Guðmundur Arason og Gunnar Bjarnason, verkefnisstjóri, Vegagerðinni; Björn Stefánsson, verkefnisstjóri og Sigurrós Friðriksdóttir, Náttúruvernd ríkisins; Pétur Ingólfsson og Ragnheiður Ólafsdóttir, Landsvirkjun; Hersir Gíslason og Matthildur B. Stefánsdóttir, umhverfisráðuneyti. Halldóra Hreggviðsdóttir, ráðgjafi, Alta, starfaði með verkefnishópnum.
Aðrir höfundar
Andrés Arnalds, Magnús H. Jóhannsson, Reynir Þorsteinsson og Sveinn Runólfsson, Landgræðslu ríkisins.
Ása L. Aradóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands (áður hjá Landgræðslu ríkisins).
Bryndís G. Róbertsdóttir, Orkustofnun.
Guðríður Þorvarðardóttir, umhverfis- og auðlindaráðuneyti (áður hjá Náttúruvernd ríkisins).
Guðrún Helgadóttir, Hafsteinn G. Guðfinnsson, Karl Gunnarsson, Sigmar A. Steingrímsson og Steinunn Hilma Ólafsdóttir, Hafrannsóknastofnun (nú Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna).
Ómar Bjarki Smárason, jarðfræðistofunni Stapa.
Pétur Pétursson, PP ráðgjöf.
Magnús Jóhannsson, Sigurður Már Einarsson og Þórólfur Antonsson, Veiðimálastofnun (nú Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna).
Sigurður H. Magnússon, Náttúrufræðistofnun Íslands.
Sigurður Sigurðarson, Siglingastofnun Íslands (nú Vegagerðin).
Sveinn Þorgrímsson, iðnaðarráðuneytinu (nú háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti).
Sérstakar þakkir
Eftirtöldum aðilum er sérstaklega þakkað fyrir ábendingar og yfirlestur efnis:
Hafdísi Hafliðadóttur, Jakobi Gunnarssyni og Rut Kristinsdóttur, Skipulagsstofnun.
Myndir í borðum
Mynd í borðanum á forsíðunni er frá Hlíðarendakvísl, tekin af Hafdísi Eygló Jónsdóttur.
Mynd í borða á öðrum síðum vefsins er af skeringu við Hringveg (1) í Norðurárdal, tekin af Helgu Aðalgeirsdóttur.