Helstu lög og reglugerðir
Ákvæði er varða efnistöku er að finna í ýmsum lögum og reglugerðum. Hér eru tilgreind helstu lög og reglugerðir sem eftir atvikum eiga við um efnistöku.
Hér eru tilgreind helstu lög og reglugerðir sem tengjast efnistöku. Athygli er vakin á að ekki er um tæmandi yfirlit að ræða og geta eftir atvikum ákvæði annarra laga átt við. Breytingar á lögum eru birtar í Stjórnartíðindum A og lög eru einnig uppfærð reglulega í lagasafninu sem er á vefsíðu Alþingis (sjá hér). Breytingar á reglugerðum eru birtar í Stjórnartíðindum B og eru uppfærðar reglulega í safni reglugerða á vefsíðunni Reglugerðasafn (sjá hér).
Í umfjölluninni um lög og reglugerðir eru einnig tilgreind nokkur orð sem nota mætti sem leitarorð til að finna lagagreinar er varða efnistöku í viðkomandi lögum og reglugerðum.