Sáning innlendra tegunda
Fræi einnar eða fleiri innlendra tegunda er sáð beint í uppgræðslusvæðið.
Notkun: Markviss leið til að koma ákveðnum tegundum á legg, þarf ekki að treysta á náttúrulega dreifingu. Hægt að nota víða, t.d. við uppgræðslu náma á viðkvæmum svæðum, svo sem í þjóðgörðum eða á hálendi. Hægt að nota með þekjusáningum.
Takmarkanir: Lítið framboð enn sem komið er af fræi innlendra tegunda á markaði. Hægt er að safna fræi af mörgum tegundum en hingað til hefur ekki verið hefð fyrir söfnun fræs fyrir einstök uppgræðsluverk þótt slíkt þekkist vel erlendis.
Efniviður: Fræ sem safnað er úr nágrenni námunnar eða aðkeypt fræ af innlendum tegundum. Margar tegundir koma til greina, t.d. blávingull, týtulíngresi og blásveifgras, vallhæra, gulmaðra, krossmaðra, fjalldalafífill, gullmura, melgresi o.fl. Einnig tvíkímblaða blómjurtir s.s. bláberjalyng, krækilyng, beitilyng og e.t.v. fleiri lyngtegundir. Melgresi er mjög öflugt við að hefta sandfok.
Enn vantar betri þekkingu á notkunarmöguleikum margra tegunda og því er ekki hægt að gefa almennar leiðbeiningar um sáðmagn og sáðblöndur.
Nauðsynlegt er að meta árangur uppgræðslu og ákvarða hvort framhaldsaðgerða sé þörf. Sjá nánar í kafla um mat á árangri .