Mat á árangri
Frágangi námusvæðis er lokið þegar gróðurþekja er orðin svipuð og hún var fyrir efnisnám og yfirbragð gróðursins er í samræmi við umhverfið eða fyrirhugaða nýtingu þess.
Endurheimt tiltekinna gróðursamfélaga svo sem
lynggróðurs eða skóglendis getur tekið áratugi.
Nauðsynlegt er að meta árangur uppgræðslu að fimm árum liðnum og ákvarða hvort framhaldsaðgerða sé þörf.
Uppfært 5. apríl 2017.