Ágengar tegundir
Tvær tegundir háplantna og ein mosategund hafa verið skilgreindar ágengar á Íslandi. Varast skal að nota til uppgræðslu gróðurtorfur, svarðlag eða fræslægju sem inniheldur þessar ágengu plöntutegundir.
Alaskalúpína var flutt inn til landgræðslu og skógarkerfill sem garðaplanta. Þessar tegundir hafa náð mikilli útbreiðslu á landinu. Mosinn hæruburst hefur borist með ferðamönnum, til dæmis neðan á skóm, og náð fótfestu á jarðhitasvæðum. Samkvæmt reglugerð um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda er óheimilt að flytja inn eða rækta framandi plöntutegundir.
Náttúruverndarlög kveða á um þörfina fyrir að koma í veg fyrir útbreiðslu lúpínu og gefnar hafa verið út sérstakar leiðbeiningar um hana.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðum Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar:
- www.ni.is/grodur/agengar-plontur
- www.ust.is/einstaklingar/liffraedileg-fjolbreytni/nattura-nordursins/framandi-tegundir
Uppfært 6. apríl 2017.