Jarðefnanotkun
Jarðefni, bæði setlög og berg, og vinnsla þeirra eru mikilvæg í byggingariðnaði og til vegagerðar. Á árinu 2009 var efnisnotkun til vegagerðar rétt innan við 6 milljón m3.
Þær upplýsingar sem til eru um notkun jarðefna á Íslandi eru byggðar á áætlun Vegagerðarinnar en stofnunin heldur námuskrá þar sem skráðar eru upplýsingar um allar námur á Íslandi.
Mörg sérstök orð eru notuð í efnisvinnslu s.s. flái, haugsvæði, rippað efni og salvi og eru þau útskýrð á síðunni um hugtök.