Efnisvinnsla og frágangur á námum
Hér er fjallað um hvernig best er að standa að skipulagi frágangs og að hverju þarf að gæta sérstaklega við frágang efnistökusvæðis. Almenna reglan við frágang efnistökusvæðis er sú að ganga þarf þannig frá svæði að það falli aftur að umhverfi sínu og líkist sem mest landformum í nágrenni þess. Þannig má stuðla að því að umhverfið beri efnistöku lítt eða ekki merki.