-
Náman á Skarðsmýrarfjalli fyrir frágang. (Ljósm. MM)
-
Við frágang námunnar var landið jafnað þannig að það félli sem best að landslagi fjallsins og þess gætt að yfirborðsgerð frágengna svæðisins væri sem líkust yfirborðsgerð nærumhverfis. (Ljósm. MM)
-
Frágengin náma á Skarðsmýrarfjalli. Áburði verður dreift yfir svæðið til að örva landnám staðargróðurs, en ekki farið í frekari landgræðsluaðgerðir þar sem fjallið er lítt gróið.(Ljósm. MM)
Náma á Skarðsmýrarfjalli
Fast númer: 22611
Gamla námunúmer: 3010809
Gerð: Storkubergsnáma
Austur: 385132,2
Norður: 396938,7
Breidd: 64,056350°N
Lengd: -21,352676°V
Á toppi Skarðsmýrarfjalls á Hellisheiði var náma þar sem efni var tekið vegna framkvæmda við Hellisheiðarvirkjun, sem hófust árið 2006. Haustið 2012 var gengið frá námunni.
Landið var jafnað þannig að það félli sem best að landslagi fjallsins og þess gætt að yfirborðsgerð frágengna svæðisins væri sem líkust yfirborðsgerð nærumhverfis.
Áburði verður dreift yfir svæðið sumarið 2013 til að örva landnám staðargróðurs, en fjallið er lítt gróið svo að ekki verður farið í frekari landgræðsluaðgerðir.
Ljósmyndir tók Magnea Magnúsdóttir (MM), starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur.