-
Efnistaka í móbergshryggnum Reynisfjalli. (Ljósm. GBj)
-
Náman var unnin nokkuð djúpt í móbergstúff. (Ljósm. GBj)
-
Námusvæðið áður en frágangur hófst. (Ljósm. GBj)
-
Frágangur námunnar langt kominn. (Ljósm. GBj)
-
Frágangur miðaðist við að fella efnistökusvæðið vel að grasi grónu svæði umhverfis námuna. (Ljósm. GBj)
-
Frágangi efnistökusvæðis lokið. (Ljósm. GBj)
-
Við frágang námunnar var óhreyfður svartur móbergsveggur sem skorinn hafði verið við vinnslu námunnar látinn halda sér. (Ljósm. GBj)
Reynisdalsnáma
Fast númer: 13344
Gamla námunúmer: 2150101
Gerð: Setnáma
Austur: 497893,622
Norður: 323726,806
Breidd: 63,418857°N
Lengd: -19,042154°V
Náman er í Reynishverfi í Mýrdal, vestan í móbergshryggnum Reynisfjalli. Námusvæðið er um 150 m langt og 80 m breitt. Náman var unnin nokkuð djúpt í móbergstúff. Gengið var frá námunni árið 2007 og miðaðist frágangur námunnar við að fella námusvæðið vel að grasi grónu svæði umhverfis námuna. Þó var skilinn eftir óhreyfður svartur móbergsveggur sem skorinn hafði verið við vinnslu námunnar og myndar nú nokkuð áhugaverða andstæðu við landið umhverfis. Úr þessu sniði er hægt að lesa í mótun móbergsins.
Ljósmyndir tók Gunnar Bjarnason (GBj), starfsmaður Vegagerðarinnar.