-
Náman við Þverá á vinnslutíma. Sandfell í baksýn. (Ljósm. RJó)
-
Efnistaka í námunni við Þverá. (Ljósm. RJó)
-
Náman við Þverá þegar vinna við frágang var í fullum gangi. (Ljósm. RJó)
-
Við frágang á efnistökusvæðinu var lögð áhersla á að það félli sem best að umhverfinu. (Ljósm. GBj)
-
Eftir landmótun var sáð í efnistökusvæðið. (Ljósm. GBj)
-
Efnistökusvæðið farið að gróa upp. Mynd tekin sumarið 2006. (Ljósm. ÁR)
-
Náman við Þverá að frágangi loknum. Sandfell í baksýn. (Ljósm. Haf)
-
Námusvæðið fellur mjög vel að landinu umhverfis námuna. (Ljósm. Haf)
-
Frágengið námusvæði við Þverá í ágúst 2012. (Ljósm. GBj)
Þverá Öxarfirði
Fast númer: 20881
Gamla námunúmer: 8851303
Gerð: Setnáma
Austur: 616120,497
Norður: 629202,307
Breidd: 66,137588°N
Lengd: -16,428278°V
Í tengslum við nýbyggingu Norðausturvegar frá Austursandsvegi að Sveltingi sem unnin var á árunum 2003 og 2004 var tekið efni úr malarnámu við Þverá í Öxarfirði og var efnisnámið talsvert umfangsmikið eða 70-80 þúsund m3. Efni var tekið á um 3,5 ha. svæði og tæplega 1,5 ha. svæði var að auki notað fyrir frágang. Svæðið er alls um 360 m langt og 100 m breitt Námusvæðið var í grónum hjalla Dalsbrekku í fornum jökuláraurum. Umhverfi námunnar er að hluta til vaxið birkikjarri. Náman er á verndarsvæði, þ.e. í minna en 100 m fjarlægð frá fornleifum og fékk Vegagerðin leyfi minjavarðar Norðurlands eystra til námuvinnslu á svæðinu. Markmið Vegagerðarinnar var að móta efnistökusvæðið þannig að það félli sem best að umhverfinu að loknum frágangi. Þessi áform um landmótun gengu eftir og fellur námusvæðið mjög vel að landinu umhverfis námuna. Umhverfisnefnd Vegagerðarinnar á Norðaustursvæði tilnefndi frágang námunnar til viðurkenningar Vegagerðarinnar fyrir gerð og frágang mannvirkja sem lokið var við á árunum 2002-2004.
Ljósmyndir tóku starfsmenn Vegagerðarinnar, Ásrún Rudólfsdóttir (ÁR), Gunnar Bjarnason (GBj), Hafdís Eygló Jónsdóttir (Haf) og Rúnar Jónsson (RJó).