-
Efnistökusvæðið ófrágengið. (Ljósm. GBj)
-
Mörk efnistökusvæðis og aðliggjandi lands. (Ljósm. GBj)
-
Við frágang var þess sérstaklega gætt að raska ekki fögrum grasi vöxnum hvammi og tjörn austan við efnistökusvæðið. (Ljósm. GBj)
-
Toppar á hrauneitlum voru látnir standa upp úr efnistökusvæðinu að frágangi loknum. (Ljósm. GBj)
-
Efnistökusvæðið að frágangi loknum. (Ljósm. GBj)
Fosshóll
Fast númer: 18339
Gamla námunúmer: 8440101
Gerð: Setnáma
Austur: 567110,513
Norður: 576874,111
Breidd: 65,682558°N
Lengd: 17,539911°V
Gengið var frá hraunnámunni Fosshóli í Bárðardal árið 2001. Náman er í mjög fögru umhverfi nokkru ofan við Goðafoss. Námusvæðið er um 200 m langt og 60 m breitt. Við vinnslu námunnar höfðu verið skildir eftir hrauneitlar sem þóttu of harðir til að vinna á þeim með þeim tækjakosti sem var til staðar. Við frágang var lögð áhersla á að láta toppinn á hrauneitlunum standa upp úr námusvæðinu að frágangi loknum. Við fráganginn var þess sérstaklega gætt að raska ekki fögrum grasi vöxnum hvammi og tjörn austan við námusvæðið. Notað var aðflutt efni til að jafna námusvæðið.
Ljósmyndir tók Gunnar Bjarnason (GBj), starfsmaður Vegagerðarinnar.