-
Hvalnesnáma í skriðum Eystrahorns fyrir frágang. Á myndinni sést vegur að námunni og námustallur. (Ljósm. GBj)
-
Unnið við frágang Hvalnesnámu. Á myndinni sést námustallur vel. (Ljósm. GBj)
-
Hvalnesnáma að frágangi loknum. (Ljósm. GBj)
-
Hvalnesnáma að frágangi loknum. Myndin er tekin ári eftir að frágangi lauk. Skriða hefur fallið yfir námusvæði. (Ljósm. GBj)
Hvalnes
Fast númer: 16210
Gamla námunúmer: 9013203
Gerð: Setnáma
Austur: 713941,086
Norður: 441915,793
Breidd: 64,411535°N
Lengd: -14,558587°V
Hvalnesnáma er setnáma í grófri gabbróskriðu sunnan við bæinn Hvalnes í Lóni og liggur gamall þjóðvegur við rætur skriðunnar. Námuvegur liggur frá Hringvegi upp að námunni og er nú nýttur sem heimreið að bænum.
Hvalnesnáma er setnáma í grófri gabbróskriðu sunnan við bæinn Hvalnes í Lóni og liggur gamall þjóðvegur við rætur skriðunnar. Námuvegur liggur frá Hringvegi upp að námunni og er nú nýttur sem heimreið að bænum.
Náman var unnin á þann hátt að lagður var brattur slóði austan við námubotninn upp í skriðuna. Efni var ýtt úr skriðunni í um 16 m hæð frá námubotni og gerður stallur í skriðunni. Skriðan myndaði bungu niður af litlu gili niður að þeim stað þar sem náman var unnin. Áhrif vinnslunnar náðu lítið upp fyrir stallinn. Þrátt fyrir að efnistaka hefði ekki verið mjög mikil á þessum stað voru þó talsverð lýti af námunni, þar sem tignarlegir fjallstindar Eystrahorns eru beint upp af námunni.
Eftirfarandi áætlun var lögð fram um frágang Hvalnesnámu:
Frágangur námunnar verður fólginn í að brjóta niður stallinn þannig að yfirborð skriðunnar verði sem samfelldast og sem næst með fláa 1:1,5 - 1:2. Einnig verður fjarlægður um 80 m langur slóði sem er í austurhluta námunnar og yfirborð þar fellt að yfirborði skriðunnar. Við þessa vinnu verður þess gætt að skriðufóturinn færist ekki of nærri gamla veginum. Að lokum verður sáð í og borið á neðri hluta skriðunnar.
Fyrir frágang námunnar mátti greina námustallinn mjög auðveldlega, en að frágangi loknum hafði tekist að eyða að mestu ummerkjum um námustall. Eftir frágang féll námusvæðið vel að skriðunni, en litamunur var enn nokkur.
Ljósmyndir tók Gunnar Bjarnason (GBj), starfsmaður Vegagerðarinnar.